Quantcast
Channel: Raddir heims
Viewing all 79 articles
Browse latest View live

Raddir Heims á Silkileiðinni - Kashgar og vinjar Silkileiðarinnar

$
0
0
XinJiang er vestasti hluti Kína og verslunarborgin Kashgar er ævintýraleg vin í Tarim og suðupottur þar sem þjóðflokkarnir í nágrannalöndum eiga enn stefnumót. Silkileiðin lá sunnan- eða norðanvert við Tarim og beggja vegna hennar eru vinjar þar sem margir þjóðflokkar og trúarbrögð hafa staldrað við.

Raddir Heims á Silkileiðinni - Á leiðarenda: þúsund Búddar, Xi?an og silkið

$
0
0
Síðasti áfanginn á Silkileiðinni liggur um Tarim-dældina og Ganzu-héraðið og leiðin endar í Xi?an, hinni fornu höfuðborg kínverska keisaraveldisins. Búddisminn er mjög áberandi á þessum slóðum, hvort sem það er í horfnum borgum eða „1000 Búdda hellunum“þar sem miklir fjársjóðir mannkyns voru fólgnir.

Raddir Heims á aðventunni - Þegar fjárhirðarnir dönsuðu inn jólin

$
0
0
Á miðöldum mátti enn greina sterk áhrif frá heiðinni tíð, þegar sólstöðum á vetri var fagnað. Þá var dansað og fagnaðarsöngur hljómaði: sólin fór aftur að hækka á lofti. Munkar lofsungu ekki hækkandi sól heldur Maríu mey og um leið kvenleika allra kvenna; frelsarinn, og það sem honum tengdist, var mál kirkjunnar.

Raddir heims á aðventunni: keltneskar raddir og spænskar

$
0
0
Jólahátíðin endurspeglar þjóðarsálina, sem hefur sveipað þjóðlögin, þjóðlög sem eiga oft sterk ítök í þjóðarsálinni, kristilegum klæðum. Keltnesk jólalög bera þessa glögg merki, sömuleiðis villancico-lögin á Spáni, sem og jólatónlist víða annars staðar. Við hlustum á þessar raddir í þættinum í dag.

Raddir heims á aðventunni: Klukknahljómur og fögnuður

$
0
0
Glaðlegur og hátíðlegur klukknahljómur, þykk snjóbreiða yfir öllu og lítil sveitakirkja eru ímynd jólahátíðarinnar í hugum margra. Raddir heims eru frá Mið-Evrópu, Ítalíu, Frakklandi og Danmörku í þessum þriðja og síðasta þætti um raddir heims á aðventunni.

Raddir heims úr austri: Evrópa í austri

$
0
0
Raddir heims munu hljóma næstu vikurnar frá Austur-Evrópu, allt frá Kákasus og Svartahafi til Eystrasaltslanda, frá Balkanskaga og Grikklandi til Rúmeníu og Úkraínu. Í þessum löndum er rík blanda af tónlistarstraumum, að ógleymdri klezmer- og sígaunatónlist.

Raddir heims úr austri: Af Grikkjum, Balkanskaganum og innrásarliðum

$
0
0
Fyrsti áfangastaðurinn í Austur-Evrópu er sunnanverður Balkanskaginn. Saga Grikklands, Makedóníu og Albaníu er mótuð af stórveldum, stríðum, átökum og fólksflutningum með þeim afleiðingum að tónlistin er margvísleg. Búzúki, klarinett, gaita og mörg önnur hljóðfæri bera horfnum heimi vitni, en einnig nútímanum.

Raddir heims úr austri: við Svartahaf voru Tsjerkessar

$
0
0
Evrópa og Asía mætast í Kákasus sem liggur á milli Kaspíahafs og Svartahafs. Þar búa þjóðir sem hafa lengst af verið einangraðar og sjálfstæðar, tala ótal mörg tungumál og láta illa að stjórn. Í suðurhlutanum eru forn ríki með mikla menningu og einstaka tónlist ? en saga þeirra allra er átakanleg.

Raddir heims úr austri:frá Þrakíu til Búlgaríu

$
0
0
Þrakía var í fornöld öflugt ríki við Svartahaf. Slavar tóku landið yfir, Búlgarar fylgdu Húnum frá Asíu, keisarar frá Miklagarði tóku þar seinna völdin og loks Tyrkir sem stofnuðu Ottóman-veldið. Búlgaría hefur þó haldið sterkum einkennum sem skína í gegnum tónlistina og hljóðfærin.

Raddir heims úr austri: Útvarp Búlgaría

$
0
0
Raddir frá Búlgaríu urðu frægar í Evrópu eftir að plata sem hét Leyndardómar búlgarskra radda vann Grammy-verðlaunin árið 1990. Annar kvennakór, Les Grandes Voix Bulgares, eða Raddirnar miklu frá Búlgaríu, náði miklum vinsældum á svipuðum tíma. Útvarp Búlgaríu átti í hlut að málum hjá báðum kórunum.

Raddir heims úr austri: rætur klezmer tónlistar

$
0
0
Farandtónlistarmenn í Austur-Evrópu voru margir hverjir gyðingar sem spiluðu í borgum fyrir alla, í brúðkaupum eða veislum, en klezmer var þá niðrandi orð sem lýsti betlandi ómenntuðum tónlistarmönnum. Það var þannig fram að 1978 þegar klezmer varð að tónlistarstefnu.

Raddir heims úr austri: Rúmenía, Rómverjar, keltar og fleiri

$
0
0
Þrjú stór og ólík fylki mynda Rúmeníu í dag, Transylvanía, Moldavía og Valakía, en Rúmenar telja sig afkomendur Rómverja og Dakíumanna, sem voru frá Norður-Þrakíu. Tungumálið, sem er af latneskum uppruna, menningin og tónlistin aðgreina þjóðina töluvert frá nágrönnum sínum.

Raddir Heims úr austri: Rúmenskar raddir

$
0
0
Konfúsíus á að hafa sagt „Ef þú vilt vita hvort konungsríki er vel stjórnað, hvort siðferðið þar er gott eða slæmt, gefa gæði tónlistarinnar í því þér svarið“. Þetta á einkar vel við um stjórnartíð Ceaucescus í Rúmeníu, en tónlist sígauna í Rúmeníu lifði það tímabil þó af eins og önnur.

Raddir heims úr austri

$
0
0
Þjóðarbrot nokkurt lagði af stað frá Rajahstan á Indlandi allnokkru fyrir árið 1000 og hefur verið á flakki um Mið-Asíu, Evrópu og víðar síðan. Þetta eru sígaunar, sem hafa gengið undir ótal nöfnum, allt eftir stað og stund. Þeir hafa ávallt auðgað tónlistina þar sem þeir hafa staldrað við.

Raddir heims úr austri: Sígaunar í Austur-Evrópu

$
0
0
Þótt sígaunatónlist sé að miklu leyti tónlistin í Rúmeníu og Búlgaríu, hvort sem lúðrasveitir eða hefðbundnar hljómsveitir í borgum Austur-Evrópu flytja hana, leynast þar margar perlur sem eru mun nær uppruna Róma-fólksins. Þær heyrast nú gjarnan í nútímaútsetningum.

Raddir heims úr austri: ungversku þjóðlögin

$
0
0
Ungverjaland er um margt sérstakt, ekki einungis vegna tungumálsins: mörg þjóðarbrot af ýmsum uppruna hafa sest að í landinu og mörg samfélög Ungverja eru í nágrannalöndunum. Þjóðlögin eru þess vegna mjög fjölbreytt, csardas-, verbunkos- og sveitadansar með undirleik margra hljóðfæra.

Raddir heims úr austri: Króatía, land Slava og kaþólikka

$
0
0
Króatía tilheyrir Balkanskaganum en íbúarnir eru kaþólikkar. Króatar eru Slavar að uppruna en Ítalir hafa frá fornu fari verið búsettir við ströndina ? og á Pannoníu-sléttunni hafa íbúarnir átt mest samskipti við Ungverja. Tyrkir tóku aldrei landið, sem er samt mósaík margvíslegra menningaráhrifa.

Raddir heims úr austri: Eistland þriggja heima

$
0
0
Eistland hefur sérstöðu meðal Eystrasaltsríkjanna, vegna uppruna þjóðarinnar og tungumálsins. Þetta er söngelsk þjóð sem spilar á sítar sem heitir kannel, sekkjapípu sem heitir torupili, hörpu, fiðlu og fleiri hljóðfæri. Þjóðverjar, Norðurlandabúar og Rússar hafa allir skilið eftir sig spor sín þar.

Raddir heims úr austri: í Póllandi eru þjóðlög bíó-teknó

$
0
0
Það er margt annað en dansarnir polki, masúrki og polonaise sem koma frá Póllandi, og sígild tónlist þar hefur oft byggst á þjóðlögum eins og víða annars staðar í Austur-Evrópu. Tónlistarhópurinn Warsaw Village Band fer óvenjulegum höndum um þennan arf, í anda Hedningarna og Malicorne.

Raddir heims úr austri: Kvenraddir eru sígaunaraddir

$
0
0
Í þessum síðasta þætti frá Austur-Evrópu verða kvenraddirnar í heiðurssessi, eins margar og fjölbreyttar sem þær eru: kvennakórar frá Búlgaríu, seiðandi raddir frá Grikklandi, mjúkar en líka öflugar raddir sígauna frá Rúmeníu og Makedóníu og loks ein yngri sígaunarödd frá Ungverjalandi.
Viewing all 79 articles
Browse latest View live